top of page

A little tiny bit about awards

SMÁ SVONA UM VERÐLAUN

Ég hef fengið pínu pons af verðlaunum fyrir bækurnar mínar. Ég fékk til dæmis ...

Bókaverðlaun barnanna árin:
2012 - fyrir Aukaspyrnu á Akureyri
2013 - fyrir Rangstæður í Reykjavík .... og
2015 - fyrir Mömmu klikk!

2016 - fyrir Pabba prófessor!

2017 - fyrir Ömmu best

2018 - fyrir Sigga sítrónu

 

Barnabók ársins að mati Morgunblaðsins: 

2015 Mamma klikk!

2021 Drottningin sem kunni allt nema ...

2023 Bannað að drepa


Og ...
2015 var Mamma klikk! tilnefnd til Vestnorrænu bárnabókaverðlaunanna, Bókaverðlauna starfsfólks bókaverslana og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.


Og svo ... TAMMTAMMTAMMTAAAMMM ... fékk ég hin Íslensku bókmenntaverðlaun árið 2016 fyrir Mömmu klikk! (myndin er sko tekin þegar ég tók á móti verðlaununum á Bessastöðum) (forsetanum fannst ég ekki alveg nógu virðulegur og ákvað að bjóða sig ekki aftur fram.)

 

​Árið 2024 fékk ég svo Íslensku bókmenntaverðlaunin aftur og nú fyrir Bannað að drepa.

 

2022 og 23 - Tilnefndur til ALMA verðlaunanna (Astrid Lindgren Memorial Award)

2023 tilnefndur til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna OG Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Bannað að eyðileggja.

 

2024  

Storytel verðlaunin fyrir Bannað að drepa.

Á heiðurslista IBBY International fyrir Bannað að eyðileggja.

Tilnefndur til Storie in Cammino verðlaunanna á Ítalíu fyrir Mömmu klikk! (Una mamma svitata).

​Íslensku Bokmenntaverðlaunin fyrir Bannað að drepa.
 

nominated_2022_black_pos_rgb.png

HVAÐ SÖGÐU GAGNRÝNENDUR?

MAMMA KLIKK!

sirkustjaldid.is

four-stars.jpg

Mamma klikk er stórkostleg barnabók, frábærlega vel skrifuð, skemmtileg, bráðfyndin og yndisleg. Hún er afbragðs tækifæri fyrir foreldra til þess að lesa fyrir börnin sín eða láta þau jafnvel lesa fyrir sig, því enginn ætti að missa af þessari bók, hvorki barn né fullorðinn. Ég óska Gunnari Helgasyni og Forlaginu innilega til hamingju með hana.
 

Fréttablaðið

 

Gunnar Helgason nýtir bókarformið fullkomlega og kemur aftan að lesendum sínum, þótt þá reyndustu gruni fljótlega að ekki sé allt uppi á borðum.Frásögnin er leikandi, brjálæðislega fyndin og grípur lesandann heljartökum svo honum reynist erfitt að leggja bókina frá sér. Persónur eru marghliða, vel skapaðar og auðvelt að þykja vænt um þær allar – hverja eina og einustu. Umfjöllunarefnið og sjónarhornið er frumlegt, verðugt og framkvæmt af leikandi snilld. Niðurstaða: Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér.

Barnabók ársins 2015!
 

gold-star.jpg

PABBI PRÓFESSOR!

Vikan 

Þetta er bráðskemmtileg barna- og unglingabók og stendur fyrri bókinni um Stellu, Mamma klikk, ekkert að baki. Sú bók fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Pabbi professor er ekki bara fyndin og skemmtileg bók, heldur er í henni fólginn fallegur boðskapur. Höfundur hefur þennan x-faktor, neistann sem sem þarf til að geta skemmt lesendum. Maður hlær upphátt, tárast örlítið og skemmtir sér konunglega allan tímann.

 

bokmenntir.is

Sambönd og samskipti innan fjölskyldunnar allrar eru mjög sannfærandi og aðstæður og atvik sem koma upp kunnugleg á margan hátt. Stella sem persóna er afskaplega vel mótuð, hún er mótsagnakennd eins og fólk er flest og tilfinningar hennar sveiflast frá gleði til uppgjafar eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni

Stella þarf að endurskoða sjálfsmynd sína og takast á við bæði sjálfa sig og nýja kunningja í unglingadeildinni áður en hún kemst að niðurstöðu um það hver hún er og hver hún vill vera.

Tónninn er léttur og textinn fullur af húmor og lífsgleði; skemmtilegur lestur sem vekur til umhugsunar um líf annarra með því að draga fram það sem er kunnuglegt og sýna það í nýju ljósi.

 

​Víðsjá - RÚV Radio 1

Eitt af því sem gerir barnabækur Gunnars Helgasonar jafngóðar og frískandi og raun ber vitni er að honum virðist fyrst og fremst vera umhugað um hvort að lesendur bókanna, börn og unglingar, muni hafa gaman af þeim. Hann setur fyndnina í forgang en nær að fjalla af alúð um ólíka hópa í samfélaginu. Það er hressandi að sjá slíkar bækur verða að föstum lið í bókaflóði barnanna og án efa margir aðdáendur sem bíða spenntir eftir að fá Pabba professor í jólagjöf og óska ég þeim heppnu lesendum gleðilegra hláturskasta og bókajóla. 

AMMA BEST

Lesandi getur hreinlega átt á hættu að fá harðsperrur í brosvöðvana við lesturinn. 

SIGGI SÍTRÓNA

bokmenntaborgin.is

 Gleðin og gamansemin, ásamt einlægni Sigga og áhyggjum hans af framtíðinni, gera söguna að afar vel heppnaðri blöndu af gleði og alvöru.

María Bjarkadóttir, 2018

Þetta var rosalegt!

FÓTBOLTASAGAN MIKLA

Víti

* * * *
„Hér er einfaldlega hörkufín barnabók sem á erindi til allra krakka, og það sem meira er, fullorðnum mun ekki leiðast að lesa hana fyrir ungviðið.“

JAÓ / Morgunblaðið


* * * *
„Persónusköpun klár og málið lifandi og eðlilegt. Fín bók fyrir stráka hef ég reynt á einum níu ára sem segir þetta spennandi stöff.“

PBB / Fréttatíminn

Aukaspyrnan

****
„Höfundur kann einfaldlega að búa til grípandi frásögn sem heldur vel og hreinlega togar lesandann áfram … Bókin er í stuttu máli sagt jafn ljómandi vel heppnuð og Víti í Vestmannaeyjum og stefnir í að boltabækurnar um Þróttarann Jón Jónsson komi sér fyrir á klassísku hillunni fyrir íslenskar barna- og unglingabækur.“

Jón Agnar Ólason / Morgunblaðið

„Ef þér líkaði Víti í Vestmannaeyjum þá á þér pottþétt eftir að líka Aukaspyrna á Akureyri. Jón Jónsson að verða unglingur. Það er bara fátt fyndnara en það!"

Katrín Jónsdóttir -  fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta 

Rangstæður

*****
„Sagan ner einmitt í hröðum takti og æsingurinn kallast hressilega á við hormónaglæði aldursskeiðsins sem um er rætt … Hress, einlæg og bráðfyndin unglingabók. Fær lesendur til að hlæja en einnig til að velta fyrir sér alvörumálefnum.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið



*****
„Fótboltabækurnar þrjár eftir Gunnar Helgason eru glæsilegt „hatt-trikk“ svo mállýska úr sportinu sé notuð, og það er til marks um hversu vel lukkast hér sem fyrr að 11 ára fótboltapeyi og pabbi hans voru jafnspenntir að klára þessa bók. Hún er framúrskarandi fín.“


Jón Agnar Ólafsson – MorgunblaðiÐ

Gula spjaldið

* * * *
„Bókin er, eins og fyrri bækurnar, brjálæðislega hress. Og bókin er mjög fyndin. Ég hló oft upphátt og það er ein sena í bókinni sem ég las upphátt fyrir alla sem vildu heyra. Og hló meðan ég las. Gunnar Helgason fjallar í bókunum um alvarleg málefni í bland við hversdagsleikann, bara eins og í lífinu, og það er vel gert … Stórskemmtileg og spennandi bók, sem tekur á stórum, mikilvægum málefnum í bland við smærri. Bók fyrir stráka og stelpur. Og gamlar frænkur.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið


 

bottom of page