top of page

BÆKURNAR MÍNAR!

 

Bækurnar birtast í bókaflokkaröð.

Þær nýjustu efst og svo koll af kolli.

2021
Alexander Daníel Hermann Dawidsson BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA

Alexander Daníel Hermann Dawidsson á:
... frábæran pabba sem vinnur allt of mikið
... fullt, fullt af vekjaraklukkum sem segja honum hvað hann á að gera

... auðvelt með að reikna ef hann má nota kubba
... ömurlegan kennara sem bannar honum að nota kubba
... skemmtilega vinkonu sem sumir kalla Pakman
geggjaða fætur sem skora alltaf mörk í fótbolta!

Alexander Daníel Hermann Dawidsson á ekki: 
... auðvelt með að muna eftir að mæta á fótboltaæfingu
... mömmu sem hann fær að hitta
... flotta skó.

​Já og svo er hann með ADHD en það er allt í lagi ef allt annað er í lagi. Þessi saga segir hinsvegar frá því þegar allt fór á hvolf.

Bannað að eyðileggja var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandáðars 2022.

Bannað að eyðileggja fór á HEIÐURSLISTA IBBY 2024.

Kafli15.png
ADHD-Kápumynd.png
Kafli8.png
Bannað að Eyðileggja
Kafli1-B.png

2022

Manstu eftir Alexander úr BANNAÐ AÐ EYÐILEGGJA? Þessi bók er lika um hann.

Núna á Alex:

... risastóra fjölskyldu en því miður ekki íbúð sem hún kemst fyrir í. 
... frábæra vini en því miður líka óvini.
... í höggi við alvöru og stórhættulegan glæpamann!

En Alexander á ekki:

... auðvelt með að ljúga þótt hann neyðist stundum til að reyna það.
... séns a að skilja þá sem ljúga án þess að finnast neitt rangt við það.

ADHD-ið er svo auðvitað ekkert farið en stundum hjálpar það Alexander, eins og þegar hann þarf að bjarga mannslífum.
 

Kafli1-A.png

2023

Loksins - í þriðju tilraun - er Alexander Daníel Hermann Dawidsson ánægður með lífið.

Hann á:

... tvær geggjaðar systur, Sóleyju og Máneyju.

... risastóra fjölskyldu sem býr saman í nýju húsi.

... frábært páskafrí framundan með risasastóru fjölskyldunni.

Hann á samt ekki: 

... besta vin.

... séns á að verða Reykjavíkurmeistari í fótbolta.

... von á því að einhver verði drepinn ... eða einhver hafi verið drepinn. 

ADHD-ið hans Alexanders gæti samt bjargað málunum! Hann tekur nefnilega eftir ÖLLU og veit að það er BANNAÐ AÐ DREPA!

Bannað að drepa fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023.

17kafli-33.png
Kápa.png
Swirl
Bambalina1_edited.jpg
Bambalina31.jpg

2021
Drottningin sem kunni allt nema ...

Bambalína drottning kann allt! Nema kannski eitt. Hvað ætli það sé? Kannski kemur það í ljós daginn sem hún þeysir á hestvagninum sínum til að opna nýja leikskólann (ef hún nær þangað á réttum tíma)!


Drottningin sem kunni allt nema ... er sprenghlægileg saga eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring handa börnum og foreldrum sem líka kunna (næstum) allt.  

Gunnar Helgason er höfundur fjölmargra vinsælla bóka og slatti af þeim hefur hlotið Bókaverðlaun barnanna hjá börnum landsins. 
Rán Flygenring er höfundur verðlaunabókarinnar Vigdís – Fyrsti konuforsetinn og hefur teiknað myndir af næstum öllu milli himins og jarðar. 

 


 

Bambalina.png
Drottningin sem kunni allt nema ...
Rottur

ROTTUBÆKURNAR

Draumaþjófurinn.png
forsíða.png

2020

BARNARÆNINGINN
Eftir hallarbyltingu í Hafnarlandi ríkir friður og ró. En brátt logar allt í ófriði og Barnaræninginn er farinn að ræna börnum. Nú eru það börnin á Matarfjallinu sem lenda í klónum á honum. Eyrdís verður að gera eitthvað í málunum því að ástandið er henni að kenna. Hún verður að stoppa Barnaræningjann þó að það gæti orðið hennar bani!
Og kannski finnur hún pabba sinn í leiðinni ... ef hann er þá á lífi. 

- „Barnaræninginn er athyglisverð og skemmtileg bók, sem einkennist eins og fyrri verk Gunnars Helgasonar af mikilli frásagnargleði. Hér tekst að vekja áhuga á og skapa samkennd með dýrum sem flestum stendur stuggur af, án þess að gera þær væmnar eða klisjukenndar. Sagan er auk þess áhugaverð speglun á samfélagi mannanna, þar sem er skoðað hvernig samfélög virka í ólíkum kringumstæðum og hvernig gjörðir hafa afleiðingar. " -
María Bjarkadóttir, Bókmenntaborgin.

2019

 

DRAUMAÞJÓFURINN

Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnara safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður. En daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn gegn starfinu sem henni er úthlutað tekur sagan óvænta stefnu og fer með söguhetjunarnar okkar inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur DRAUMAÞJÓFURINN er sendur til að bjarga henni - eða til að deyja!

- Draumaþjófurinn gefur fyrri bókum Gunnars ekkert eftir og er þá heldur dregið úr. -

***** Morgunblaðið.

Myndirnar gerði Linda Ólafsdóttir.

Þjóðleikhúsið frumflutti söngleik byggðan á bókinni vorið 2023.

Leikgerðina gerði Björk Jakobosdóttir.

Tónlistin er eftir Þorvald Bjarna.

Söngtextar eftir Gunnar, Björk og Hallgrím Helgason.

Sjónvarp Símans tók söngleikinn upp og sýndi í sjónvarpi um páska 2024

Hér má sjá stiklu: 


 

Tilraunarotturnar.png
Stellubækurnar
Stellasegirbless-Kapa03.png

2024

Amma slær í gegn

Screenshot 2024-09-20 at 12.39.49.png
ASG-kapa1.jpg
BellaGellaKrossari-Kapuskissa06.png

2023 

Bella gella krossari

Listi9.png

2022

Hanni granni dansari

 

KÆRI LESANDI.

​Nú er allt að gerast. Ég er að verða HEIMSFRÆG! Fyrst þarf ég bara að nokkur myndbönd sem fá milljón skrilljón áhorf! Það getur nú varla verið svo flókið. Það er verst að sumir vilja ekki hafa myndbönd af sér á netinu (eins og Hanni granni) og sumir skyggja á mig og fá alla athyglina (eins og Hanni granni) (og Siggi bróðir). Og talandi um Hanna granna - sá kann aldeilis að koma á óvart!

Kær kveðja, STELLA (samfélagsmiðlastjarna í mótun!).


 

Kápa þriðja tillaga.jpg
BellaGella-Millifyrirsögn7.png

2024

Stella segir bless

PP-kapumynd.jpg

2021 

Palli Playstation

Kæri lesandi

 

Eftir allt sem gekk á í Mömmu klikk, Pabba prófessor, Ömmu best og Sigga sítrónu heldur þú kannski að allt sé orðið rólegt í litlu fjölskyldunni minni. En óóónei! Tvíburarnir hafa alveg snúið lífi mínu á hvolf. Og það sem verra er: Palli bróðir er gjörsamlega að klúðra lífi sínu!!! Ég VERÐ bara að bjarga honum! Fyrir hann, auðvitað, en líka (smá) fyrir mig!!!! Eins gott að Þór er ekki með neitt vesen. En Ó MÆ GOD, það er bara svolítið eins og ég þurfi ALLTAF að vera að bjarga þessari klikkuðu fjölskyldu minni!

Kær kveðja,

Stella (bjargvættur og meistarakærasta ... já og meistaraþjófur!) 

bíll 3.png
Siggisitrona-kápa.jpg

2018

 

SIGGI SÍTRÓNA

Kæri lesandi, þetta er ég aftur, Stella, þessi sem dó næstum úr skömm í Mömmu klikk, bjargaði jólunum í Pabba prófessor og dó næstum í alvörunni í Ömmu best– svona í stuttu máli. Miðað við það gerist nú ekki mikið í þessari bók – DJÓK – það er ekkert grín hvað það gengur mikið á í kringum mig. Lestu bara og sjáðu!

Kveðja,

Stella

- Siggi sítróna var mest selda barnabók landsins árið 2018 og í fjórða sæti yfri mest seldu bækur landsins

 

-  Siggi sítróna hlaut Bókverðlaun barnanna árið 2018

 

SiggiSitrona_Tix_1600x500px.jpg
AMMA best fram.png

 2017

 

AMMA BEST

Kæri lesandi! Stella hér! Ef þú hefur lesið Mömmu klikk, Pabba prófessor og Strákaklefann veistu hver ég er. En þú getur ekki ímyndað þér hvað gekk á vikurnar áður en ég fermdist. Það var svo rosalegt að ég varð að skrifa nýja bók. Ég vil ekki segja of mikið en hér kemur við sögu keppni upp á líf og dauða, líka sjálfur DAUÐINN (ég er ekki að grínast!!) og loks amma Köben - amma best. Góða skemmtun! Kveðja, Stella (spellifandi).

-Amma best var mest selda barnabók ársins 2017 og þriðja mest selda bók landsins.

- Amma best hlaut Bókaverðlaun barnanna árið 2017

AmmaBest_titil.png

2017

STRÁKAKLEFINN

ÓKEI, þetta er bara stutt bók um mig, STELLU og svolítið hræðilegt sem gerðist. Í strákaklefanum. Auðvitað átti ég ekkert að vera þar ... og ekki Júdita heldur en það var ekki okkur að kenna. Strákar eru algjörir!!!STRÁKAKLEFINN var skrifuð fyrir Menntamálastofnun.

 

Myndirnar í þessa bók gerði Guðný Hannesdóttir.
 

Kápa Sköre mor.png

2016 - PABBI PRÓFESSOR!

KÆRI LESANDI. Hér er komin önnur bók um mig, Stellu (manstu þessa sem átti klikkuðu mömmuna). Sagan gerist á jólunum - sem ég ELSKA - en nú stefnir allt í vitleysu. Á ísskápnum hangir langur listi yfir allt sem þarf að gera og verkstjórinn er enginn annar en PABBI PRÓFESSOR. Það er ekki séns að þetta náist! Svo er hitt. ALLIR eru allt í einu orðnir skotnir í einhverjum ... nema ég. Hver vill líka stelpu í ... æ þú veist? Það er samt einn strákur ... þú verður bara að lesa bókina ef þú vilt vita meira. KVEÐJA,STELLA!

- Pabbi Prófeóssor var mest selda barnabók ársins 2016 og þriðja mest selda bók landsins.

- Pabbi prófessor vann Bóakverðlaun abrnanna árið 2016

2015 - MAMMA KLIKK!

PappiPrófessor-Kjolur01.jpg

Heldurðu að þú eigir klikkaða mömmu? Bíddu þangað til þú lest um mína! Einu sinni var hún skemmtielg og frábær og fjörug en upp á síðkastið hefur hún snarversnað. Það finnst það ÖLLUM! En engar áhyggjur, ég er með áætlun. ÁÆTLUN: BREYTUM MÖMMU!
- Mamma klikk! var tilnefnd til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna og til Bókaverðlauna starfsfólks bókaverslana árið 2015
- Mamma klikk! hlaut Bókaverðlaun barnanna og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2015

- Mamma klikk! var keypt til uppsetningar í Þjóðleikhúsinu
- Mamma klikk! verður vonandi að kvikmynd á næstunni.

- Mamma klikk! var mest selda barnabók ársins 2015 og þriðja mest selda bók landsins.

- Mamma klikk! kom út í Danmörku í ágúst 2017 undir heitinu Sköre mor!

- Mamma klikk! kemur út í Makedóní og Suður-Kóreu á árinu 2019

- Mamma klikk! LEIKRITIÐ var frumsýnt 19. oktober 2019 í Gaflaraleikhúsinu og sló öll met!

Kápa - framhl.png

Kórea

Denmark

CVR_Una mamma svitata_HD-1.jpg

Ítalía

FÓTBOLTASAGAN MIKLA

Fótboltasagan Mikla

Myndirnar í öllum fótboltabókunum eru eftir Rán Flygenring

Ísland á HM

VÍTI Í VESTMANNAEYJUM er fyrsta bókin af fjórum um Jón Jónsson, Skúla, Ívar og Rósu. Jón og Skúli fara að keppa í Vestmannaeyjum og kynnast Ívari, heimamanni sem á í hrikalegum vandræðum með pabba sinn. Því þurfa Jón og félagar að taka á honum stóra sínum og vaxa sem knattspyrnumenn og manneskjur ef þau ætla að koma Ívari til hjálpar.


- Kvikmyndin Víti i Vestmannaeyjum kom í bíó um páska 2018 og sjónvarpsþættirnir í ágíúst sama ár.

 

- Vorið 2020 kom Víti í Vestmannaeyjum út á pólsku, bæði sem rafbók og hljóðbók. Þýðandi er Jacek Godek og lesari er Paweł Ciołkosz. Útgáfan er hugsuð fyrir pólskumælandi börn á íslandi en aldrei er að vita nema bókin komi síðar út í Póllandi.

 

 Myndirnar í allar fótboltabækurnar gerði Rán Flygenring
 

Forlagid_kapa_VIV.jpg

2011 - VÍTI Í VESTMANNAEYJUM

2012 - AUKASPYRNA Á AKUREYRI

 


Á AKUREYRI kynnist Jón ekki bara nýrri hlið á Ívari heldur á sér og pabba Ívars líka ... og svo kynnist hann Rósu! (hann er samt EKKI skotinn í henni!) Baráttan heldur áfram innan vallar sem utan og það er allt í einu ekki alveg á hreinu hver vondi karlinn í sögunni hans Jóns er. Er það kannski hann sjálfur? Og bara eitt að lokum: VARÚÐ! Vasaklútaendir (þó að þú sért búinn að hlæja eða naga neglurnar af spennnu alla bókina)!

- Aukaspyrnan var mest selda barnabók landsins árið 2012.

 

- Aukaspyrnan hlaut Bókaverðlaun barnanna árið 2012. 

2013 - RANGSTÆÐUR Í REYKJAVÍK

Úps! Stelpur spila líka á þessu móti. Rósa er mætt og hormónarnir flæða um allt og fara alveg með Jón.

Pabbi Ívars er kominn á botninn og dregur einn af vinum sínum úr ræsinu inn í fótboltaheiminn. Jón, Skúli, Rósa og allir hinir krakkarnir þurfa að berjast gegn svindlinu hans sem og fóstur-bróður Ívars. Spennan er óbærileg innan vallar sem utan og krakkarnir uppgötva að þau geta líka verið rangstæð í lífinu sjálfu.

Lokaleikurinn fer fram á götunni og þar er spilað um líf Ívars, hvorki meira né minna. 

- Rangstæður var mest selda barnabók landsins árið 2013 og í níunda sæti yfir allar bækur. 

- Rangstæður hlaut Bókaverðlaun barnanna árið 2013.

2014 - GULA SPJALDIÐ Í GAUTABORG

Krakkarnir fara til Gautaborgar til að keppa á stærsta fótboltamóti í heimi. Hér snýst allt um þetta: Þau verða að losna við pabba hans Ívars, koma honum út úr lífi Ívars. En þau verða líka að vinna mótið. OG Jón þarf að vinna Rósu til baka. OG hann þarf að koma í veg fyrir að þjálfarinn deyi (hann dreymdi að hann yrði skotinn, sko).

Getur hann gert allt þetta? Eða mun hann sjálfur deyja? Er það virkilega mögulegt að pabbi Ívars geti orðið góði gæjinn í sögunni? Getur það einhver? Getur Jón það?

VARÚÐ: Ekki hætta að lesa! Ekki einu sinni þegar það kemur:  ENDIR

Hér lýkur fótboltasögunni miklu!

Eða sko ... hér átti henni að ljúka. Barist í Barcelona kom út árið 2019 eins og sjá má hér ofar. 

- Gula spjaldið var mest selda barnabók ársins 2014 og sú fjórða mest selda í öllum flokkum. Hún seldist í helmingi stærra upplagi en Rangstæður í Reykjavík.

2019

 

BARIST Í BARCELONA

Fótboltasagan mikla ... snýr aftur!

La Masia. Laaa Maaasiaaa. Öðru nafni Himnaríki. Við vorum komnir þangað. Í Himnaríki. Himnaríki í Barcelona ætti þessi bók að heita. Og hún hefði heitið það ef … æ, skiptir ekki máli. Þið skiljið hvað ég á við þegar þið eruð búin að lesa alla bókina.

 

Heilt ár er liðið síðan vinirnir úr Þrótti voru á Gothia Cup-mótinu þegar allt fór í vitleysu og Jón var skotinn í öxlina. Eftir það var ekki spilaður mikill fótbolti. En nú er allt komið á fullt aftur og Þróttararnir þrír – Jón, Ívar og Skúli – eru komnir í fótboltaakademíu FCBarcelona. Markmiðin eru einföld: fá tilboð um að vera áfram með Barcelona eða komast á samning hjá öðru stórliði. Ekki spillir að Rósa er að keppa með U16 landsliðinu í Barcelona á sama tíma ásamt fleiri frábærum fótboltastelpum. Lífið gæti ekki verið fullkomnara – ja, ef ekki væri fyrir þennan dularfulla Katalóna og leyndarmálið sem Jón þarf að burðast með.  

- Það er meira um fótboltabækurnar hérna aðeins neðar :)

BB-Kapa rauð.jpg
Mark03-MarkEivarar.jpg

2010

 

 NORNIN OG DULARFULLA GAUKSKLUKKAN

Múr byggður á milli tveggja ríkja. Hverjum dettur slíkt í hug?

 

Í konungsríki nokkru eru allir ánægðir og glaðir nema konungshjónin sem geta ekki eignast barn. Dag einn kemur ægifögur kona til hallarinnar með dularfulla gauksklukku í fanginu. Hún gefur kóngi og drottningu klukkuna með þeim orðum að þegar gaukurinn gali í fyrsta sinn muni þau eiga barn í vændum. En gaukurinn á eftir að gala oftar og það boðar ekki alltaf gleðitíðindi.

 

Ég skrifaði þessa bók með BJörgvin Franz Gíslasyni sem baksögu fyrir Stundina okkar.

 

Myndirnar gerði Halldór Baldursson​
 

 

Nornin og Gauksklukkan
IslandHM_72.jpg

2018 ​

 

ÍSLAND Á HM

Gunnar Helgason hefur verið forfallinn aðdáandi landsliðanna okkar í fótbolta síðan hann sá sinn fyrsta landsleik níu ára gamall. Hann get ekki beðið eftir því að HM í Rússlandi byrjaðui og þess vegna skrifaði hann þessa bók - til að stytt abiðina fyrir SIG og ÞIG! Hér eru viðtöl við landsliðsmenn og allskonar skemmtielgt efni um HM í fortíð og nútíð; óvænt úrlsit, sögulegir leikir og leið Íslands á HM 2018.

Síðast en ekki síst geymir bókin viðbótarkafla við FÓTBOLTASÖGUNA MIKLU sem kom út í fjórum metsölubókum: Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gulaspjaldið í Gautaborg. Hvað ætli Jón Jónsson sé að gera núna?

1995

 

GOGGI OG GRJÓNI - VEL Í SVEIT SETTIR

goggi_og_grjoni_vel_i_sveit_settir.jpg
gryla.jpg
Grýla
Goggi og Grjóni

1997

 

 GRÝLA

Grýla segir hér frá baráttu sinni við jólasveinana þegar þeir vilja vera hreinir og stroknir og …GÓÐIR!!! Ekki nóg með það heldur á Grýla tugi annarra barna og tvö fyrrverandi eigin-tröll. Og þegar þeir mæta í jólaboðið fer allt í hund og kött … eða hest og bola!

 

Myndirnar gerði Þórarinn Blöndal.

 

Goggi og Grjóni eru sendir í sveit til ættingja Grjóna. Ævintýrin láta ekki standa á sér fremur en fyrri daginn. Strákarnir eru allir af vilja gerðir til að verða að liði við sveitastörfin, en það eru ekki allir jafn sáttir við þá hjálp.

 

Myndirnar gerði Hallgrímur Helgason, bróðir minn. 
 

Goggi og Grjóni eru 8 ára og bestu vinir sem eiga heima í sömu blokk. Þeir eru að uppgötva heiminn og sitt nærumhverfi. Chaplin, fúli strætóbólstjórinn, Begga, Begga hin, Begga stora, pabbi lögga, afi og kolkrabba-þvottavélin gefa þeim ýmislegt að hugsa um og þeir gera ýmislegt sem þeir hefðu kannski betur látið ógert!

Myndirnar gerði Hallgrímur Helgason, bróðir minn. 

goggi_og_grjoni.jpg

1992
 
 GOGGI OG GRJÓNI

bottom of page