+354 8240882

Háihvammur 1,  220 Hafnarfjörður, Iceland

  • facebook
  • facebook
  • generic-social-link

©2016 by Gunnar Helgason. Proudly created with Wix.com

Welcome. On this site, first you´ll see some info about me and then my books. Have fun!

Frá útskrift úr Leiklistarskóla Íslands árið 1991 hef ég bæði leikið, leikstýrt og skrifað fyrir leiksvið og sjónvarp. Eitt af mínum fyrstu verkum var að sjá um Stundina okkar sem höfundur, leikari og leikstjóri. Ég hef stofnað tvö sjálfstæð leikhús og leikið eða leikstýrt í öllum atvinnuleikhúsum landsins. Ég hef leikið í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum - meira að segja tveimur Bandarískum; The Secret Life of Walter Mitty og Bokeh - og er auk þess mest seldi barnabókahöfundur landsins frá árinu 2011.

Since graduating as an actor in 1991 from Icelandic Academy of the Arts, Drama division, I have acted, written and directed both for TV and theatre. One of my first jobs was to host, write and direct a kids´ TV program. I have founded two independent theatres, directed and acted in all of Iceland´s professional theatres. I was a judge on Iceland‘s Dance show on national TV, acted in nouerous TV series and films - even two American films; The Secret Life of Walter Mitty and Bokeh - as well as being the country´s no. 1 best selling children´s books Author since 2011. In february 2016 I won the Icelandic Literary Award for best children´s book.

Velkomin. Á þessari síðu eru fyrst upplýsingar um mig og svo um bækurnar mínar. Góða skemmtun!

GUNNAR HELGASON

Rithöfundur / Author

 

Bækur og allskonar / Books and all kinds

 
 

AAAAAAAÐEINS MEIRA

A liiiiiiiiiiiittle bit more

Ég fer í alla skóla sem vilja fá mig til að lesa upp og spjalla við krakkana um bækur og allt hitt. Ég er ástríðuveiðimaður, áhuga-smiður og efnilegasti knattspyrnumaður landsins. Ég tala ensku, sænsku og serbó-króatísku en get bjargað mér á dönsku, þýsku, frönsku og spænsku. Ég var einu sinni rosagóður á skíðum (fullt af medalíum og einn bikar) og er oftast hress. :)
Ég er giftur leikkonunni, leikskáldinu og leikstjóranum Björk Jakobsdóttur og við eigum tvo stráka, Ásgrím (´93) og Óla Gunnar (´99) sem verða örugglega leikarar líka.
Svo er það hundurinn Esja, hvolpurinn Grímur og hestarnir 7!

 

En ég er stundum spurður að því af hverju ég skrifa barnabækur.

 

Ég fæddist inn í mjög skemmtilega og hressa fjölskyldu. Mamma var hressasta mamman í blokkinni (Háaleitisbraut 18 – sögusvið Gogga og Grjóna) og þótt víðar væri leitað. Hún var alltaf að láta okkur krakkana gera eitthvað. Safnaði saman fullt af krökkum og lét okkur fara í leiki eða syngja. Hún spilaði á gítarinn eða píanóið þó hún segðist ekkert kunna á hljóðfæri.  Svona nett mamma klikk.

 

Ég á tvíburabróður, hann Ásmund og tvö eldri systkini, Nínu og Hallgrím. Ég deildi herbergi með Nínu (Ási með Hallgrími) alveg þangað til að hún varð svo unglingaveik að mamma og pabbi ákváðu að við þyrftum stærri íbúð þar sem Nína (og Hallgrímur) fengju sérherbergi. Reyndar svaf amma Malla inni hjá mér þegar hún bjó hjá okkur. Ég hef ekki hugmynd um hvar Nína var á meðan.

 

Pabbi vann hjá Vegagerðinni við að hanna brýr og seinna sem Vegamálastjóri.  Það þýddi að við ferðuðumst mjööög mikið um landið á sumrin og stoppuðum við hverja einustu brú til að kíkja undir hana og athuga ástandið á henni.  Við fórum því ekki hratt yfir en þetta þýddi að við Ási fórum að hafa mikinn áhuga á að kasta einhverju út í straumvatn. Það voru steinar á þessum árum en það þróaðist út í flugur. Ég er forfallinn veiðisjúklingur og hef gert tvær myndir um veiði og tvær sjónvarpsséríur með Ása bró. Sú þriðja verður sýnd á RÚV í vor.

 

Ástæðan fyrir því að ég skrifa bækur er einföld. Ég las Jón Odd og Jón Bjarna þegar ég var 8 ára og heimurinn breyttist. Þarna var komin bók um mig og Ása. Mig langaði að skrifa svona bók!

 

Ástæðan er hinsvegar flókin líka. Ég ólst upp við það að hámarkið, loka-takmarkið, hápunkturinn og það allra flottasta í lífinu væri að vera listamaður. Málari eða skáld var mest töff.  Ég ætlaði aldrei að verða það enda fannst manni listamenn vera galdramenn og álíka líklegt að maður gæti orðið svoleiðis eins og að maður gæti orðið Harry Potter. Svo varð ég stór og núna finnst mér ég soldið góður í því og maður á að reyna að að gera það sem maður er góður í. Kannski er ég bara orðinn galdramaður.

 

Hinsvegar skrifaði ég mína fyrstu bók í 8. bekk. Það er að segja, ég átti að skrifa ritgerð eða sögu og  endaði á því að fylla heila stílabók, spjaldanna á milli með sögu um innflytjendur til Ameríku og indjána og vonda karla og það allt. Guðni íslenskukennari var mjög ánægður með afraksturinn og las alla bókina fyrir bekkinn. Það tók heila viku. Mjög erfiða viku fyrir mig en að lestrinum loknum sagði Guðni að ég ætti að gera meira af þessu. Sem ég gerði ekki. Fyrr en í menntaskóla. Þar hitti ég annan kennara sem hvatti mig ákveðið áfram. Það var hann Brynjúlfur. Hann gaf mér reyndar bara 6,0 fyrir smásögu sem var hluti af  lokaeinkunn sem var alveg glatað því ég hafði skrifað sögur fyrir tvo vini mína sem fengu 8,5 og 9,0 fyrir „sínar” sögur. Ég fékk að skrifa aðra sögu og fékk 8,5 fyrir hana.  Ég hafði ætlað að vera svona rosalega djúpur og gáfaður í fyrstu sögunni minni að það skildi hana ekki nokkur maður „þó að stíllinn væri nokkuð góður” eins og Brynjúlfur sagði.

 

Ég var hálfbeygður eftir þetta en náði mér á strik mánuði síðar, því á stúdentsprófinu sjálfu fékk ég nokkur söguefni til að skrifa. Ég valdi „glæpur og refsing” og skrifaði barnasögu. Prófdómararnir gáfu henni 9,5 og það fylgdi með að hún hefði átt að fá 10.0 en það tíðkaðist bara ekki að gefa smásögum 10,0.

 

Þannig að ég fékk það svona smám saman staðfest að ég gæti skrifað.

 

Strax eftir útskrift úr leiklistarskólanum skrifaði ég Gogga og Grjóna. Ég vann sem næturvörður þetta sumar í þjónustuhúsi fyrir aldraða – þar sem amma bjó – og eftir að hafa farið kaffirúntinn til nokkurrra vina minna og fengið pönnukökur hjá ömmu settist ég niður og handskrifaði fyrstu bókina.  Hún kom út tveimur árum síðar og fékk afbragðsdóma og seldist bara vel. Svo skrifaði ég aðra bók um þá félaga en varð svo mjög upptekinn af því að vera leikari. Skrifaði reyndar Grýlu en var að öðru leyti mest í því að leika og leikstýra. Það var svo árið 2008 að ég byrjaði að vinna hjá Latabæ (sá um leikritin þeirra sem eru sýnd út um allan heim) og þá fann ég hvar ég átti heima. Það var í barnaefninu. Barnabókinni. Ég ákvað árið 2010, þegar ég hætti hjá Latabæ að héðan í frá skyldi ég skrifa eina bók á ári fyrir börn.

 

Það hefur tekist og gengið bara ágætlega.

 

 

 

ENGLISH


I go to every school that´ll have me to read and talk to the kids about books and all other things. I´m a passionate fly-fisherman, amateur carpenter and the most promising football player in Iceland. I speak English, Swedish and Serbo-Croat but can babble a bit in Danish, German, French and Spanish. I used to be a really really good skier (lots of medals and one trophy) and am usually very happy. :)
I´m married to the actress, playwrite and director Björk Jakobsdóttir and we have two boys named Ásgrímur (´93) and Óli Gunnar (´99) and they´ll most likely both become actors as well.
Then there is Esja the dog, Grímur the puppy and the 7 horses!

But I get asked why I write for children ...

I was born into a very fun family. My mother was the funniest mom in the building (Háaleitisbraut 18 – the stage for Jack and Georg) and even in the whole world. She always had us kids doing some fun stuff. She used to get together a bunch of kids to play games or sing songs. She played the guitar or the piano even if she said she couldn´t play any instruments. My Mommy was quite nuts!

 

I have a twin brother, Ásmundur (Ási) is his name, and two older siblings, Nina and Hallgrimur. I used to share bedroom with Nina (Ási was with Hallgrimur)until she got so hormonal that mom and dad decided she (and Hallgrimur) had to have her own bedroom. Also my Grandmother used to sleep in Nina´s bed when she lived with us so I shared a room with her too. I have no idea where Nina slept at that time.

 

My dad worked for the Road-administration, designing bridges and later on as the boss there. That meant a lot of travelling in the summers, a loooooot, and we had to stop at every single bridge so  my dad could look under it and check the state it was in. So we didn´t travel very fast but me and Ási developed a keen interest in throwing stuff into rivers. It started with stones and rocks but later on we threw fishing-flies. I´m an addict. To fly-fishing. I have done two films about fly-fishing and two TV series along with my brother Ási. The third one will be aired in the spring of 2017 on RÚV.

 

The reason why I write children´s books is simple: When I was 8 years old I read the magnificent book: Jón Oddur og Jón Bjarni by Guðrún Helgadóttir.  My world changed. This was a book about me and Ási. I wanted to write a book like that.

 

The reason why I write is also complicated: I grew up to the notion that the ultimate goal, the pinnacle, the ultra coolest thing in life was to be an artist. A painter or a writer was top nudge. I never intended to become one. In my mind artists were like magicians and I could just as likely become an artist as to become Harry Potter. But then I grew up and now I feel I´m pretty good at writing and one should try and do what one is good at. So maybe I am a magician after all!?

 

On the other hand I wrote my first book in 8th grade. I was supposed to write a short story or an essay but I filled out en entire notebook with a story about immigrants in the USA and Indians and bad guys and all of that. My Icelandic teacher, Guðni was very pleased with the story and read the whole thing to the class. It took a week. A very difficult week for me but as he finished the reading Guðni said I should do more of this. Which I didn´t.

 

Until high-school. There I met another teacher who encouraged me. That was Brynjúlfur. Actually, he gave me only 6,0 for a short story I wrote that was part of the final grade in Icelandic.  That sucked because I had also written stories for two of my classmates and they had gotten 8,5 and 9,0. I got another chance and wrote another story and got 8,5 for that one. I had intended to be so deep and complex in my first story that nobody understood it „even if the style of writing was pretty good” as Brynjúlfur put it.

 

I was quite bent (but not broken) after that whole experience but I got some wind in my sails a month later; on the final exam we were given a few topics for a really short story. I picked „Crime and Punishment” and wrote a children´s story. I got 9,5 and it was written in read on the paper that it should have gotten a clear 10 but it was impossible to give a story a perfect score. 

 

So ... little by little I got it confirmed that I could actually write.

 

Right after graduating from Drama School I wrote Jack and Georg. I worked the night-shift at an old peoples home – where my grandma was living – and after going my rounds and getting coffee and pancakes from grandma I sat down and wrote my first book with a pen. It got published two years later and was received kindly, both in sales and reviews. At the same time I hosted and wrote  a Children´s TV show so it looked like I had found my place in life. But then I founded a theatre and got busy with that.

 

In 1995 I wrote the sequel to Jack and Georg but after that I got to busy acting. I wrote Grýla but other than that I was acting and directing.

 

It wasn´t until 2008, when I started working as a Live Entertainment Officer at Lazytown that I found my sweet spot again. It was in making and producing children´s entertainment. So I decided to start writing again. I left Lazytown in 2010 and decided to write a book a year.

 

It has worked out just fine!

 
 

A little tiny bit about awards

SMÁ SVONA UM VERÐLAUN

Ég hef fengið pínu pons af verðlaunum fyrir bækurnar mínar. Ég fékk til dæmis Bókaverðlaun barnanna árin ... :
2012 - fyrir Aukaspyrnu á Akureyri
2013 - fyrir Rangstæður í Reykjavík .... og
2015 - fyrir Mömmu klikk!

2016 - fyrir Pabba prófessor!

2017 - fyrir Ömmu best

2018 - fyrir Sigga sítrónu
Og ...
2015 var Mamma klikk! tilnefnd til Vestnorrænu bárnabókaverðlaunanna, Bókaverðlauna starfsfólks bókaverslana og Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.
Og svo ... TAMMTAMMTAMMTAAAMMM ... fékk ég hin Íslensku bókmenntaverðlaun árið 2016 fyrir Mömmu klikk! (myndin er sko tekiin þegar ég tók á móti verðlaununum á Bessastöðum) (forsetanum fannst ég ekki alveg nógu virðulegur og ákvað að bjóða sig ekki aftur fram.)

I have received a bit of awards for my books. I got the Children´ s Choice 
Book Prize (chosen by children in all libraries in Iceland) in the years of ... :
2012 - for Freekick in Akureyri
2013 - for Offside in Reykjavík .... and
2015 - for My Bonkers Mum!

2016 - for Professor Dad!

2017 - for Grandma Best

2018 - Siggi sourpuss

And ...
2015 - My Bonkers Mum! got nominated to the West Nordic Council Young Readers award on behalf of Iceland, the Booksellers Literary Award and The Reykjavík Children´s Book Award.
And then ... TAMMTAMMTAMMTAAAMMM ... In february 2016 I won the Icelandic Literary Award for best children´s book ... for My Bonkers Mum! (The picture is taken when I received the award at Bessastaðir, Iceland´s White House) (The President thought I was not quite formal enough so he decided not to run for office again!)

 

BÆKUR

Books

2019 DRAUMAÞJÓFURINN

THE DREAM SNATCHER

Í Hafnarlandi er allt eins og það á að vera og rotturnar þekkja sinn sess í lífinu: Safnara safna mat, Njósnarar njósna, Bardagarottur halda óvinum frá og Étarar éta og hafa það gott. Efst í virðingarstiganum er Skögultönn Foringi sem öllu ræður. En daginn sem dóttir hennar, Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, gerir uppreisn gegn starfinu sem henni er úthlutað tekur sagan óvænta stefnu og fer með söguhetjunarnar okkar inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái og framandi rottur leika lausum hala. Sjálfur DRAUMAÞJÓFURINN er sendur til að bjarga henni - eða til að deyja!

- Draumaþjófurinn gefur fyrri bókum Gunnars ekkert eftir og er þá heldur dregið úr. ***** Morgunblaðið.

 

In Harbourland everything is as it should be and the rats know thier place. Gatherers gather food, Spies spy, Fighters fight and Eaters eat. On top of their social ladder is Sabertooth Boss who runs the show. But the day her daughter; Big-ears Mainchild Georgous Ratlady revolts against her given job the story takes a crazy u-turn and takes our hero into the City where danger lurks behind every corner and strange rats rule their hoods. The DREAM-SNATCHER himself is sent to save her ... or die trying.  

- The Dream-Snatcher is absolutely no worse than Gunnar´s former books, to say the least. ***** Morgunblaðið. 

2019 BARIST Í BARCELONA

Fótboltasagan mikla ... snýr aftur!

 Battle in Barcelona

The Great Football adventure ... returns!

La Masia. Laaa Maaasiaaa. Öðru nafni Himnaríki. Við vorum komnir þangað. Í Himnaríki. Himnaríki í Barcelona ætti þessi bók að heita. Og hún hefði heitið það ef … æ, skiptir ekki máli. Þið skiljið hvað ég á við þegar þið eruð búin að lesa alla bókina.

 

Heilt ár er liðið síðan vinirnir úr Þrótti voru á Gothia Cup-mótinu þegar allt fór í vitleysu og Jón var skotinn í öxlina. Eftir það var ekki spilaður mikill fótbolti. En nú er allt komið á fullt aftur og Þróttararnir þrír – Jón, Ívar og Skúli – eru komnir í fótboltaakademíu FCBarcelona. Markmiðin eru einföld: fá tilboð um að vera áfram með Barcelona eða komast á samning hjá öðru stórliði. Ekki spillir að Rósa er að keppa með U16 landsliðinu í Barcelona á sama tíma ásamt fleiri frábærum fótboltastelpum. Lífið gæti ekki verið fullkomnara – ja, ef ekki væri fyrir þennan dularfulla Katalóna og leyndarmálið sem Jón þarf að burðast með.  

- Það er meira um fótboltabækurnar hérna aðeins neðar :)

La Masia. Laaa Maaasiaaa. Or Heaven. We were there. In Heaven. This book should be called Heaven in Barcelona. And it would have if ... oh, doesn´t matter. You´ll understand when you´ve read the whole book. 

I´ts been a whole year since the trio from Þróttur FC played at Gothia Cup, when all wnt south and Jón got a bullet in his shoulder. Since then he didn´ tplay much football at all. But now they - Jón, Skúli and Ívar - ar at the FC Barcelona´s Academy. The goal is simple: To get an offer from Barca or go pro with some other major club. Also ... Rósa is playing with the U16 National Team in Barcelona along with some more fantastic football girls. Life could not be any better - if it was not for this mysterious Catalonian and Jon´s secret. 

Battle in Barcelona is the fifth book in the Great Football Adventure and the first one since 2014. 

- If you scroll down you can find more about the football/soccer books.

2018 ​ÍSLAND Á HM

Iceland at the World Cup

Gunnar Helgason hefur verið forfallinn aðdáandi landsliðanna okkar í fótbolta síðan hann sá sinn fyrsta landsleik níu ára gamall. Hann get ekki beðið eftir því að HM í Rússlandi byrjaðui og þess vegna skrifaði hann þessa bók - til að stytt abiðina fyrir SIG og ÞIG! Hér eru viðtöl við landsliðsmenn og allskonar skemmtielgt efni um HM í fortíð og nútíð; óvænt úrlsit, sögulegir leikir og leið Íslands á HM 2018.

Síðast en ekki síst geymir bókin viðbótarkafla við FÓTBOLTASÖGUNA MIKLU sem kom út í fjórum metsölubókum: Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gulaspjaldið í Gautaborg. Hvað ætli Jón Jónsson sé að gera núna?

Gunnar Helgason has been a devout fan of Iceland´s National Football/Soccer Teams ever since he saw his first game at the age of nine. He couldn´t wait for the World Cup in Russia to begin so he wrote this book to shorten the wait for HIMSELF and for YOU. Here we have interviews with the Icelandic players and all kind of other stuff about WC, past and present; surprise results, historical games and Iceland´s journey to the WC.

Last but not least the book holds an extra chapter, a sequel to the GREAT FOOTBALL SAGA, which was published in four best selling books: Penalty, Freekick, Offside and Yellow Card.

What is Jón Jónsson up to know?

 

STELLUBÆKURNAR

THE BOOKS ABOUT STELLA

2018 SIGGI SÍTRÓNA

Siggi Sourpuss

Kæri lesandi, þetta er ég aftur, Stella, þessi sem dó næstum úr skömm í Mömmu klikk, bjargaði jólunum í Pabba prófessor og dó næstum í alvörunni í Ömmu best– svona í stuttu máli. Miðað við það gerist nú ekki mikið í þessari bók – DJÓK – það er ekkert grín hvað það gengur mikið á í kringum mig. Lestu bara og sjáðu!

Kveðja,

Stella

- Siggi sítróna var mest selda barnabók landsins árið 2018 og í fjórða sæti yfri mest seldu bækur landsins

 

-  Siggi sítróna hlaut Bókverðlaun barnanna árið 2018

 

Dear reader, it´s me again, Stella, the one who almost died out of shame in My Bonkers Mum, saved Christmas in Professor Dad and almost died for real in Grandma Best - in short. Compared to alof that nothing happens in this book - JOKE - it´s no laughing matter how much is happening around me. Just read and see for yourself! Love, Stella. 

-Siggi Sourpuss was the NUMBER ONE best selling children´s book in 2018 and was Number Four in all categories. 

 

 2017 AMMA BEST

  GRANNY BEST

Kæri lesandi! Stella hér! Ef þú hefur lesið Mömmu klikk, Pabba prófessor og Strákaklefann veistu hver ég er. En þú getur ekki ímyndað þér hvað gekk á vikurnar áður en ég fermdist. Það var svo rosalegt að ég varð að skrifa nýja bók. Ég vil ekki segja of mikið en hér kemur við sögu keppni upp á líf og dauða, líka sjálfur DAUÐINN (ég er ekki að grínast!!) og loks amma Köben - amma best. Góða skemmtun! Kveðja, Stella (spellifandi).

-Amma best var mest selda barnabók ársins 2017 og þriðja mest selda bók landsins.

- Amma best hlaut Bókaverðlaun barnanna árið 2017

Dear reader! Stella speaking! If you have already read Mummy Nuts, Professor Dad and The Boys´ Locker Room you know who I am. But you can´t imagine what went on during the weeks leading up to my Confirmation. It was so ridiculous that I just had to write a new book about it. I don´t want to say too much but it involves a competition to the death, Death it self and finally Granny Copenhagen - Granny Best. Enjoy! Love, Stella (alive and kicking - not kicking so much though).

- Granny Best was the number 1 best selling children´s book of 2017 and number 3 in all categories.

- Granny Best won the Children´s Book Prize in 2017

2017 - STRÁKAKLEFINN

THE BOYS´  LOCKER ROOM

ÓKEI, þetta er bara stutt bók um mig, STELLU og svolítið hræðilegt sem gerðist. Í strákaklefanum. Auðvitað átti ég ekkert að vera þar ... og ekki Júdita heldur en það var ekki okkur að kenna. Strákar eru algjörir!!!

STRÁKAKLEFINN var skrifuð fyrir Menntamálastofnun.

OK, this is just a short book about me, STELLA, and a terrible incident that happened. In the boys´ locker room. Of course I wasn´t supposed to be there ... and neither was Judita but it wasn´t our fault. Boys are so ...!!!

THE BOYS LOCKER ROOM was written for the Icelandic Directorate of Education.

2016 - PABBI PRÓFESSOR!

2015 - MAMMA KLIKK!

MY BONKERS MUM!

Heldurðu að þú eigir klikkaða mömmu? Bíddu þangað til þú lest um mína! Einu sinni var hún skemmtielg og frábær og fjörug en upp á síðkastið hefur hún snarversnað. Það finnst það ÖLLUM! En engar áhyggjur, ég er með áætlun. ÁÆTLUN: BREYTUM MÖMMU!
- Mamma klikk! var tilnefnd til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna og til Bókaverðlauna starfsfólks bókaverslana árið 2015
- Mamma klikk! hlaut Bókaverðlaun barnanna og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2015

- Mamma klikk! var keypt til uppsetningar í Þjóðleikhúsinu
- Mamma klikk! verður vonandi að kvikmynd á næstunni.

- Mamma klikk! var mest selda barnabók ársins 2015 og þriðja mest selda bók landsins.

- Mamma klikk! kom út í Danmörku í ágúst 2017 undir heitinu Sköre mor!

- Mamma klikk! kemur út í Makedóní og Suður-Kóreu á árinu 2019

- Mamma klikk! LEIKRITIÐ var frumsýnt 19. oktober 2019 í Gaflaraleikhúsinu og sló öll met!


Do you think your mom is absolutely bonkers? Wait until you read about mine! Once she was a lot of fun and great and awesome but she´s been changing for the worse. EVERYBODY thinks so! But not to worry, I have a plan. THE PLAN: LET´S CHANGE MOM!

- My Bonkers Mumwas the number 1 best selling children´s book in Iceland in 2015 and number 3 on the list of all books published.
-
My Bonkers Mum! got nominated to the West Nordic Council Young Readers Award as well as the Booksellers Literary Award in 2015
-
My Bonkers Mum!won the Icelandic Literary Award in 2015 as well as the Children´ s Choice Book Prize in 2016.

- My Bonkers Mum! was sold to the National Theatre of Iceland.

- My Bonkers Mum! might turn into a TV series.

- My Bonkers Mum! was the number 1 best selling children´s book of 2015 and number 3 in all categories.

- My Bonkers Mum! was published in Denmark in August 2017 as Sköre mor!

- My Bonkers Mum! was published in North-Macedonia and South-Korea in 2019.

- My Bonkers Mum! THE PLAY was premiered in the 19th of October 2019 and was a box office hit.

Denmark

Korea

PROFESSOR DAD!

KÆRI LESANDI. Hér er komin önnur bók um mig, Stellu (manstu þessa sem átti klikkuðu mömmuna). Sagan gerist á jólunum - sem ég ELSKA - en nú stefnir allt í vitleysu. Á ísskápnum hangir langur listi yfir allt sem þarf að gera og verkstjórinn er enginn annar en PABBI PRÓFESSOR. Það er ekki séns að þetta náist! Svo er hitt. ALLIR eru allt í einu orðnir skotnir í einhverjum ... nema ég. Hver vill líka stelpu í ... æ þú veist? Það er samt einn strákur ... þú verður bara að lesa bókina ef þú vilt vita meira. KVEÐJA,STELLA!

- Pabbi Prófeóssor var mest selda barnabók ársins 2016 og þriðja mest selda bók landsins.

- Pabbi prófessor vann Bóakverðlaun abrnanna árið 2016

 

DEAR READER. Here is another book about me, Stella (remember, the one with the crazy mom). This story happens at christmas - which I LOVE - but now things don´t look that good. A list with all the things  that need to be done hangs on the fridge ...  but the Christmas maker is none other than PROFESSOR DAD! No way we´re gonna get everything ready in time. Then there is the other thing. All of a sudden EVERYBODY has a crush on somebody ... except me. Who´d want a girl in a ... you know? But still ... there is one boy ... you just have to read the book if yoou want to know more. LOVE, STELLA.

- Professor Dad was the number 1 best selling children´s book of 2016 and number 3 in all categories.

- Professor Dad won the Children´s Book Prize in 2016

HVAÐ SÖGÐU GAGNRÝNENDUR?

WHAT DID THE CRITIC SAY?

sirkustjaldid.is

* * * * *

Mamma klikk er stórkostleg barnabók, frábærlega vel skrifuð, skemmtileg, bráðfyndin og yndisleg. Hún er afbragðs tækifæri fyrir foreldra til þess að lesa fyrir börnin sín eða láta þau jafnvel lesa fyrir sig, því enginn ætti að missa af þessari bók, hvorki barn né fullorðinn. Ég óska Gunnari Helgasyni og Forlaginu innilega til hamingju með hana.

Mommy is nuts!  is a magnificent children´s book, fantastically well written, entertaining, funny and wonderful. Here´s a great opportunity for parents to read for or with their kids because nobody should miss out on this book, neither kid nor grownup. I sincerly congratulate Gunnar and Forlagið on this book.

Fréttablaðið

* * * * *

Gunnar Helgason nýtir bókarformið fullkomlega og kemur aftan að lesendum sínum, þótt þá reyndustu gruni fljótlega að ekki sé allt uppi á borðum.Frásögnin er leikandi, brjálæðislega fyndin og grípur lesandann heljartökum svo honum reynist erfitt að leggja bókina frá sér. Persónur eru marghliða, vel skapaðar og auðvelt að þykja vænt um þær allar – hverja eina og einustu. Umfjöllunarefnið og sjónarhornið er frumlegt, verðugt og framkvæmt af leikandi snilld. Niðurstaða: Algjörlega – og óumræðilega – frábær saga sem fjallar um verðug málefni frá gelgjulegu sjónarhorni. Það er erfitt að leggja þessa fallegu og fyndnu bók frá sér.


Gunnar Helgason utterly uses the form and surprises the reader, even if the more experienced suspect all is not what it seems. The storytelling is playful, crazy funny and grips the reader so he cannot put the book away. The characters are multi-dimensional, well made and easy to love them all – every siingle one. The topic as well as the perspective is original, worthy and executed with playful geniusness. In short: Totally – and unspeakably – great story that covers worthy topics from a teen point of view. It is hard to stop reading this funny and beautiful book.

Barnabók ársins 2015!

Children´s book of the year 2015!

Morgunblaðið

* * * * *

PABBI PRÓFESSOR!

Vikan - a weekly magazine

Þetta er bráðskemmtileg barna- og unglingabók og stendur fyrri bókinni um Stellu, Mamma klikk, ekkert að baki. Sú bók fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barnabóka.

Pabbi professor er ekki bara fyndin og skemmtileg bók, heldur er í henni fólginn fallegur boðskapur. Höfundur hefur þennan x-faktor, neistann sem sem þarf til að geta skemmt lesendum. Maður hlær upphátt, tárast örlítið og skemmtir sér konunglega allan tímann.

 

This is a highly amusing children´s and teenager´s book and no less brilliant than it´s predecessor, Mommy Nuts. That book got the Icelandic Literary Award for best Children´s Book. Professor Dad is not only funny and entertaining but in it is hidden a beautiful message. The Author has this X-factor, the spark that is needed to entertain the reader. One laughs out loud, tears up a bit and has a wonderful time throughout.

bokmenntir.is

 

Sambönd og samskipti innan fjölskyldunnar allrar eru mjög sannfærandi og aðstæður og atvik sem koma upp kunnugleg á margan hátt. Stella sem persóna er afskaplega vel mótuð, hún er mótsagnakennd eins og fólk er flest og tilfinningar hennar sveiflast frá gleði til uppgjafar eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni

Stella þarf að endurskoða sjálfsmynd sína og takast á við bæði sjálfa sig og nýja kunningja í unglingadeildinni áður en hún kemst að niðurstöðu um það hver hún er og hver hún vill vera.

Tónninn er léttur og textinn fullur af húmor og lífsgleði; skemmtilegur lestur sem vekur til umhugsunar um líf annarra með því að draga fram það sem er kunnuglegt og sýna það í nýju ljósi.

 

 

Relationships and communication within the family are very convincing and situations and the things that happen are very familiar in many ways. Stella, as a character is extremely well shaped, she is contradictory like most people are and her emotions swing from joy to surrender according to what´s happening to her.

Stella needs to reevaluate her self-image and confront herself as well as new friends in Junior High before she can reach a decision about who she is and who she wants to be.

The tone is light and the text is full of humor and joy of life; a fun read that evokes thoughts about other people´s lives by pulling out what´s familiar and showing it in a new light. 

Morgunblaðið

Barnabók ársins 2016!

Children´s book of the year 2016!

​Víðsjá - RÚV Radio 1

 

Eitt í af því sem gerir barnabækur Gunnars Helgasonar jafngóðar og frískandi og raun ber vitni er að honum virðist fyrst og fremst vera umhugað um hvort að lesendur bókanna, börn og unglingar, muni hafa gaman af þeim. Hann setur fyndnina í forgang en nær að fjalla af alúð um ólíka hópa í samfélaginu. Það er hressandi að sjá slíkar bækur verða að föstum lið í bókaflóði barnanna og án efa margir aðdáendur sem bíða spenntir eftir að fá Pabba professor í jólagjöf og óska ég þeim heppnu lesendum gleðilegra hláturskasta og bókajóla. 

One of the things that make Gunnar´s books so good and refreshing is the fact that he seems to care first and foremost about the readers, if they are going to enjoy the books. He puts humor in the front but manages to cover different groups of people in society with sensetivity. It is uplifting to see books such as his become a regular part of the children´s book flora. Without a doubt there are many fans waiting anxiously for Professor Dad and I wish those lucky readers happy fits of laughter and a merry book-Christmas. 

AMMA BEST

Lesandi getur hreinlega átt á hættu að fá harðsperrur í brosvöðvana við lesturinn. 

The readers are at risk here.  They can actually hurt their smiling muscels reading this book.

SIGGI SÍTRÓNA

bokmenntaborgin.is

 Gleðin og gamansemin, ásamt einlægni Sigga og áhyggjum hans af framtíðinni, gera söguna að afar vel heppnaðri blöndu af gleði og alvöru.

María Bjarkadóttir, 2018

The playfulness and humor, along with Siggi´s sincerity and his worries for the future, make the story a very good mixture of joy and seriousness. 

Þetta var rosalegt! - This was awesome!

 

MAMMA KLIKK!

Page Title

FÓTBOLTASAGAN MIKLA

THE GREAT FOOTBALL ADVENTURE

 
 

2011 - VÍTI Í VESTMANNAEYJUM

PENALTY

VÍTI Í VESTMANNAEYJUM er fyrsta bókin af fjórum um Jón Jónsson, Skúla, Ívar og Rósu. Jón og Skúli fara að keppa í Vestmannaeyjum og kynnast Ívari, heimamanni sem á í hrikalegum vandræðum með pabba sinn. Því þurfa Jón og félagar að taka á honum stóra sínum og vaxa sem knattspyrnumenn og manneskjur ef þau ætla að koma Ívari til hjálpar.

 

- Kvikmyndin Víti i Vestmannaeyjum kemur í bíó um páska 2018

Jon Jonson and his teammates are one of the visiting teams on a football tournament in the Westman Islands. No less than four volcanoes surround the island and the fifth volcano´s hillsides provide the pitch for the tournament. Scientists warn that there will be an eruption, but where?
Jon doesn´t really believe very much in his own football skills but he can feel his self-confidence grow as the tournament evolves. During the tournament he gets to know a local boy, Ivar, and along with his sister and teammates witnesses domestic violence when Ivar´s father beats him. Even if Ivar is on the enemy team, Jon and his friends decide to do everything in their power to help him, but the local police does not believe them and takes the father´s side. The small town silencing-power threatens to be a serious obstacle. Jon considers himself as a wimpy kid but faced with real fear and violence he grows up faster than he would have wanted and in the end justice prevails.
The tournament spans three immensely exciting days in difficult circumstances and the final match has to be played amidst volcano ashes as thousands of kids and parents watch the final penalty shoot-out.
Packed with suspense, humour and warmth, this is the first book in The Great Football Adventure series.

- PENALTY was the number 1 bestselling children´s novel in Iceland in 2011.

- PENALTY the movie will be in theatres in April 2018.

2012 - AUKASPYRNA Á AKUREYRI

FREEKICK

 

 

Á AKUREYRI kynnist Jón ekki bara nýrri hlið á Ívari heldur á sér og pabba Ívars líka ... og svo kynnist hann Rósu! (hann er samt EKKI skotinn í henni!) Baráttan heldur áfram innan vallar sem utan og það er allt í einu ekki alveg á hreinu hver vondi karlinn í sögunni hans Jóns er. Er það kannski hann sjálfur? Og bara eitt að lokum: VARÚÐ! Vasaklútaendir (þó að þú sért búinn að hlæja eða naga neglurnar af spennnu alla bókina)!

In FREEKICK Jon gets to know a new side not only to Ívar but also to himself as well as Ivar´s dad ... an then he meets Rosa! (He does NOT have a crush on her!!). The struggle continues both on the pitch and off and suddenly it´s not quite clear who the bad guy is in Jon´s story. Is it maybe Jon himself? And one last thing: WARNING! Handkerchief ending (even if you´ve been laughing or biting your nails from suspense thru the whole book)!
- FREEKICK was the number 1 best selling children´s book in Iceland in 2012

- FREEKICK got the Children´s Choice Book Prize in 2013

2013 - RANGSTÆÐUR Í REYKJAVÍK

OFFSIDE

Úps! Stelpur spila líka á þessu móti. Rósa er mætt og hormónarnir flæða um allt og fara alveg með Jón.

Pabbi Ívars er kominn á botninn og dregur einn af vinum sínum úr ræsinu inn í fótboltaheiminn. Jón, Skúli, Rósa og allir hinir krakkarnir þurfa að berjast gegn svindlinu hans sem og fóstur-bróður Ívars. Spennan er óbærileg innan vallar sem utan og krakkarnir uppgötva að þau geta líka verið rangstæð í lífinu sjálfu.

Lokaleikurinn fer fram á götunni og þar er spilað um líf Ívars, hvorki meira né minna. 

Oops! Girls are also playing in this tournament. Rosa is there and Jon´s hormones start flowing – and showing.
Ivar´s dad is in his worst shape ever and draws one of his low-life-friends into the beautiful game. Jon, Skuli and the kids have to fight against him fixing the games as well as Ivar´s mean foster-brother. The tension is incredible, both on the pitch and off and the kids discover that the offside rules are complicated, both in football and in life itself.
The final game is a street-game played for Ivar´s life, no less.

 

- OFFSIDE was the number one best selling children´s novel in Iceland in 2013. It was the 9th best selling book in Iceland, selling even better than the previous two.
- OFFSIDE got the Children´s Choice Book Prize 2014

2014 - GULA SPJALDIÐ Í GAUTABORG

YELLOW CARD

Krakkarnir fara til Gautaborgar til að keppa á stærsta fótboltamóti í heimi. Hér snýst allt um þetta: Þau verða að losna við pabba hans Ívars, koma honum út úr lífi Ívars. En þau verða líka að vinna mótið. OG Jón þarf að vinna Rósau til baka. OG hann þarf að koma í veg fyrir að þjálfarinn deyi (hann dreymdi að hann yrði skotinn, sko).

Getur hann gert allt þetta? Eða mun hann sjálfur deyja? Er það virkilega mögulegt að pabbi Ívars geti orðið góði gæjinn í sögunni? Getur það einhver? Getur Jón það?

VARÚÐ: Ekki hætta að lesa! Ekki einu sinni þegar það kemur:  ENDIR

Hér lýkur fótboltasögunni miklu!

The kids travel abroad to take part in the biggest youth football tournament in the world in Gothenburg, Sweden.
It all comes down to this: the kids have to get rid of Ivars´ father for good. But they also have to win the tournament. And Jon also has to win Rosa back. AND he also has to prevent the coach from dying (Jon´s dreams say he´s going to get shot!)
Can he manage? Or will he die himself? Is it conceivable that Ivar´s dad can turn from bad to good? Can anyone? Can Jon?

WARNING: Never stop reading! Not even when you get to: THE END
Here ends the Great Football Adventure!

-  YELLOW CARD was the number 1 best selling children´s book in Iceland in 2014, and the 4th best selling book in Iceland. It sold two times more copies than Offside in Reykjavik.

 

What did the critics say?

HVAÐ SÖGÐU GAGNRÝNENDUR

Víti

Penalty

* * * *
„Hér er einfaldlega hörkufín barnabók sem á erindi til allra krakka, og það sem meira er, fullorðnum mun ekki leiðast að lesa hana fyrir ungviðið.“
„This is simply a fantastic children´s book which has a meaning for all kids and what´s more, grown-ups won´t be bored either reading it for their young ones.”
JAÓ / Morgunblaðið


* * * *
„Persónusköpun klár og málið lifandi og eðlilegt. Fín bók fyrir stráka hef ég reynt á einum níu ára sem segir þetta spennandi stöff.“
„Clear characters and the language is alive and natural. A great book for boys. I tried it on on 9 year old who says this is very exciting stuff."
PBB / Fréttatíminn

Aukaspyrnan

Freekick

****
„Höfundur kann einfaldlega að búa til grípandi frásögn sem heldur vel og hreinlega togar lesandann áfram … Bókin er í stuttu máli sagt jafn ljómandi vel heppnuð og Víti í Vestmannaeyjum og stefnir í að boltabækurnar um Þróttarann Jón Jónsson komi sér fyrir á klassísku hillunni fyrir íslenskar barna- og unglingabækur.“
„The author simply knows how to make a gripping story that literaly pulls the reader on … The book is as wonderful as Penalty and it looks like the football books about Jon Jonsson will be placed in the classical section on the bookshelves.”
Jón Agnar Ólason / Morgunblaðið

„Ef þér líkaði Víti í Vestmannaeyjum þá á þér pottþétt eftir að líka Aukaspyrna á Akureyri. Jón Jónsson að verða unglingur. Það er bara fátt fyndnara en það!"
„If you liked Penalty you are going to love Freekick. Jon Jonsson turning into a teenager. There are few things funnier than that!”
Katrín Jónsdóttir / fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta / captain of the women´s National football team.

Rangstæður

Offside

*****
„Sagan ner einmitt í hröðum takti og æsingurinn kallast hressilega á við hormónaglæði aldursskeiðsins sem um er rætt … Hress, einlæg og bráðfyndin unglingabók. Fær lesendur til að hlæja en einnig til að velta fyrir sér alvörumálefnum.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

The story is in a fast rhythm and e excitement echoes the harmonic flow in the teens … Upbeat, sincere and really funny book for teenagers. Makes the readers laugh but also to ponder on real issues.

*****
„Fótboltabækurnar þrjár eftir Gunnar Helgason eru glæsilegt „hatt-trikk“ svo mállýska úr sportinu sé notuð, og það er til marks um hversu vel lukkast hér sem fyrr að 11 ára fótboltapeyi og pabbi hans voru jafnspenntir að klára þessa bók. Hún er framúrskarandi fín.“

The three football books by GH are a fantastic hat-trick and to show for it are both a dad and his eleven year old son that were equally excited to finish this book. It is outstanding.
Jón Agnar Ólafsson – a critic or Morgunblaðið newspaper:

Gula spjaldið

Brilliant Creations

* * * *
„Bókin er, eins og fyrri bækurnar, brjálæðislega hress. Og bókin er mjög fyndin. Ég hló oft upphátt og það er ein sena í bókinni sem ég las upphátt fyrir alla sem vildu heyra. Og hló meðan ég las. Gunnar Helgason fjallar í bókunum um alvarleg málefni í bland við hversdagsleikann, bara eins og í lífinu, og það er vel gert … Stórskemmtileg og spennandi bók, sem tekur á stórum, mikilvægum málefnum í bland við smærri. Bók fyrir stráka og stelpur. Og gamlar frænkur.“
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / Fréttablaðið

The book is ike the previous ones crazy upbeat. And funny. I often laughed out loud and there is one scene that I read out loud for everyon who wanted to hear. And laughed while I did it. Gunnar Helgason covers serious issues mixed with normal ones, just like in life and that is well done. … Fantastic fun and suspense that tackles big serious issues spun together with small ones. A book for boys and girls. And old aunties.

 

2010 - NORNIN OG DULARFULLA GAUKSKLUKKAN

THE WITCH AND THE MYSTERIOUS CUCKOO CLOCK

Múr byggður á milli tveggja ríkja. Hverjum dettur slíkt í hug?

 

Í konungsríki nokkru eru allir ánægðir og glaðir nema konungshjónin sem geta ekki eignast barn. Dag einn kemur ægifögur kona til hallarinnar með dularfulla gauksklukku í fanginu. Hún gefur kóngi og drottningu klukkuna með þeim orðum að þegar gaukurinn gali í fyrsta sinn muni þau eiga barn í vændum. En gaukurinn á eftir að gala oftar og það boðar ekki alltaf gleðitíðindi.
 

A great Wall is built between two states. Who on earth would do that?

 

In a kingdom not so far away everybody is happy – exept for the King and Queen who can not have a baby. One day a beautiful lady arrives at the palace with a mysterious cuckoo clock. She gives the royal couple the clock saying when the cuckoo appears for the first time they Queen will be pregnant. But the cuckoo will appear again … and it will not always bring good news.

I wrote this book with Björgvin Franz Gíslason as a background story for Our Hour, a TV show for kids that Björgvin hosted. We got the Edda for best Children´s material in TV and Films 2011

1997 - GRÝLA

GRÝLA - SANTA´S MOTHER

Grýla segir hér frá baráttu sinni við jólasveinana þegar þeir vilja vera hreinir og stroknir og …GÓÐIR!!! Ekki nóg með það heldur á Grýla tugi annarra barna og tvö fyrrverandi eigin-tröll. Og þegar þeir mæta í jólaboðið fer allt í hund og kött … eða hest og bola!


Grýla, the troll-mother of the 13 Icelandic Santas´ tells us about her struggle with her sons when they want to modernize and dress in clean clothes and become … NICE!!! And as if that isn´t enough she has dozens of other children and two ex-troll-husbands. When the pair of them shows up at Christmas dinner all hell brakes loose … or a horse and a bull brake loose!

1995 - GOGGI OG GRJÓNI - VEL Í SVEIT SETTIR

JACK AND GEORG - WELL PUT

Goggi og Grjóni eru sendir í sveit til ættingja Grjóna. Ævintýrin láta ekki standa á sér fremur en fyrri daginn. Strákarnir eru allir af vilja gerðir til að verða að liði við sveitastörfin, en það eru ekki allir jafn sáttir við þá hjálp.

Jack and Georg are sent to the countryside for a visit to a farm to Jacks relatives. The adventures are many and eventful as before and the boys really, really want to help with the chores at the farm even though not everybody appreciates their kind of help!

1992 - GOGGI OG GRJÓNI

JACK AND GEORG

Goggi og Grjóni eru 8 ára og bestu vinir sem eiga heima í sömu blokk. Þeir eru að uppgötva heiminn og sitt nærumhverfi. Chaplin, fúli strætóbólstjórinn, Begga, Begga hin, Begga stora, pabbi lögga, afi og kolkrabba-þvottavélin gefa þeim ýmislegt að hugsa um og þeir gera ýmislegt sem þeir hefðu kannski betur látið ógert!

Jack and Georg are 8 years old, are best friends and  live in the same apartment building. They are discovering the world and their nearest environment. Chaplin, the sour bus-driver, Bea, the other Bea, Big-Bea, daddy copper, grandpa and the octopuss-washer give them a lot to think about and they do stuff they might have better left undone!